Van Persie hetjan í sigri Arsenal á Norwich Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2011 00:01 Van Persie sýndi golfsveifluna sína þegar hann fagnaði öðru marka sinna í dag. Nordic Photos / Getty Images Robin van Persie var enn og aftur á skotskónum og skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Arsenal á Norwich í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Norwich komst reyndar yfir í upphafi leiksins með marki Steve Morison en Van Persie var fljótur að jafna eftir að Arsenal hafði sótt mikið í fyrri hálfleiknum. Hann tryggði sínum mönnum svo sigurinn með laglegri vippu í seinni hálfleik. Arsenal komst upp fyrir Liverpool með sigrinum í dag, um stundarsakir að minnsta kosti, en Norwich er í níunda sæti deildarinnar með þrettán stig. Arsenal er með 22 stig, rétt eins og Chelsea og Tottenham. Leikurinn byrjaði af miklum krafti og þá sérstaklega hjá sóknarmönnum Arsenal. Van Persie fékk færi eftir undirbúning Theo Walcott strax á annarri mínútu en skot hans var fram hjá. Stuttu síðar fékk hann annað færi, í þetta sinn eftir sendingu frá Andre Santos, en aftur hitti hann ekki markið. Russell Martin, varnarmaður Norwich, sýndi svo stórbrotin tilþrif þegar hann varði skot Walcott á línunni úr nánast vonlausri stöðu. Mark Norwich kom því algerlega gegn gangi leiksins og verður að skrifast á þýska varnarmanninn Per Mertesacker. Hann lét Steve Morison, sóknarmann Norwich, hirða boltann af sér á stórhættulegum stað og var eftirleikurinn auðveldur fyrir Morison. Á næstu mínútum lét Martin aftur til sín taka því hann varði aftur á marklínu í tvígang eftir að Norwich komst yfir. Fyrst frá van Persie og svo eftir skot Gervinho. En svo fór að ísinn brotnaði loksins undan sóknarþunga Arsenal. Van Persie skoraði sitt 30. deildarmark á árinu er hann potaði boltanum í markið af stuttu færi eftir sendingu Walcott frá hægri. Heimamenn reyndu að sækja eftir jöfnunarmarkið en allt kom fyrir ekki og var staðan jöfn í hálfleik, 1-1. Síðari hálfleikur var ekki jafn fjörlegur og sá fyrri en Arsenal hélt þó áfram að sækja. Það bar árangur á 58. mínútu og var markið sérlega glæsilegt. Van Persie fékk sendingu frá Song og náði að vippa yfir Ruddy í marki heimamanna úr þröngu færi. Stuttu síðar fékk Anthony Pilkington gott færi til að jafna leikinn en fór illa að ráði sínu. Leikurinn fjaraði út og Arsenal er nú með 22 stig í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.Staðan í ensku úrvalsdeildinni Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Robin van Persie var enn og aftur á skotskónum og skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Arsenal á Norwich í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Norwich komst reyndar yfir í upphafi leiksins með marki Steve Morison en Van Persie var fljótur að jafna eftir að Arsenal hafði sótt mikið í fyrri hálfleiknum. Hann tryggði sínum mönnum svo sigurinn með laglegri vippu í seinni hálfleik. Arsenal komst upp fyrir Liverpool með sigrinum í dag, um stundarsakir að minnsta kosti, en Norwich er í níunda sæti deildarinnar með þrettán stig. Arsenal er með 22 stig, rétt eins og Chelsea og Tottenham. Leikurinn byrjaði af miklum krafti og þá sérstaklega hjá sóknarmönnum Arsenal. Van Persie fékk færi eftir undirbúning Theo Walcott strax á annarri mínútu en skot hans var fram hjá. Stuttu síðar fékk hann annað færi, í þetta sinn eftir sendingu frá Andre Santos, en aftur hitti hann ekki markið. Russell Martin, varnarmaður Norwich, sýndi svo stórbrotin tilþrif þegar hann varði skot Walcott á línunni úr nánast vonlausri stöðu. Mark Norwich kom því algerlega gegn gangi leiksins og verður að skrifast á þýska varnarmanninn Per Mertesacker. Hann lét Steve Morison, sóknarmann Norwich, hirða boltann af sér á stórhættulegum stað og var eftirleikurinn auðveldur fyrir Morison. Á næstu mínútum lét Martin aftur til sín taka því hann varði aftur á marklínu í tvígang eftir að Norwich komst yfir. Fyrst frá van Persie og svo eftir skot Gervinho. En svo fór að ísinn brotnaði loksins undan sóknarþunga Arsenal. Van Persie skoraði sitt 30. deildarmark á árinu er hann potaði boltanum í markið af stuttu færi eftir sendingu Walcott frá hægri. Heimamenn reyndu að sækja eftir jöfnunarmarkið en allt kom fyrir ekki og var staðan jöfn í hálfleik, 1-1. Síðari hálfleikur var ekki jafn fjörlegur og sá fyrri en Arsenal hélt þó áfram að sækja. Það bar árangur á 58. mínútu og var markið sérlega glæsilegt. Van Persie fékk sendingu frá Song og náði að vippa yfir Ruddy í marki heimamanna úr þröngu færi. Stuttu síðar fékk Anthony Pilkington gott færi til að jafna leikinn en fór illa að ráði sínu. Leikurinn fjaraði út og Arsenal er nú með 22 stig í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.Staðan í ensku úrvalsdeildinni
Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira