Van Persie hetjan í sigri Arsenal á Norwich Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2011 00:01 Van Persie sýndi golfsveifluna sína þegar hann fagnaði öðru marka sinna í dag. Nordic Photos / Getty Images Robin van Persie var enn og aftur á skotskónum og skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Arsenal á Norwich í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Norwich komst reyndar yfir í upphafi leiksins með marki Steve Morison en Van Persie var fljótur að jafna eftir að Arsenal hafði sótt mikið í fyrri hálfleiknum. Hann tryggði sínum mönnum svo sigurinn með laglegri vippu í seinni hálfleik. Arsenal komst upp fyrir Liverpool með sigrinum í dag, um stundarsakir að minnsta kosti, en Norwich er í níunda sæti deildarinnar með þrettán stig. Arsenal er með 22 stig, rétt eins og Chelsea og Tottenham. Leikurinn byrjaði af miklum krafti og þá sérstaklega hjá sóknarmönnum Arsenal. Van Persie fékk færi eftir undirbúning Theo Walcott strax á annarri mínútu en skot hans var fram hjá. Stuttu síðar fékk hann annað færi, í þetta sinn eftir sendingu frá Andre Santos, en aftur hitti hann ekki markið. Russell Martin, varnarmaður Norwich, sýndi svo stórbrotin tilþrif þegar hann varði skot Walcott á línunni úr nánast vonlausri stöðu. Mark Norwich kom því algerlega gegn gangi leiksins og verður að skrifast á þýska varnarmanninn Per Mertesacker. Hann lét Steve Morison, sóknarmann Norwich, hirða boltann af sér á stórhættulegum stað og var eftirleikurinn auðveldur fyrir Morison. Á næstu mínútum lét Martin aftur til sín taka því hann varði aftur á marklínu í tvígang eftir að Norwich komst yfir. Fyrst frá van Persie og svo eftir skot Gervinho. En svo fór að ísinn brotnaði loksins undan sóknarþunga Arsenal. Van Persie skoraði sitt 30. deildarmark á árinu er hann potaði boltanum í markið af stuttu færi eftir sendingu Walcott frá hægri. Heimamenn reyndu að sækja eftir jöfnunarmarkið en allt kom fyrir ekki og var staðan jöfn í hálfleik, 1-1. Síðari hálfleikur var ekki jafn fjörlegur og sá fyrri en Arsenal hélt þó áfram að sækja. Það bar árangur á 58. mínútu og var markið sérlega glæsilegt. Van Persie fékk sendingu frá Song og náði að vippa yfir Ruddy í marki heimamanna úr þröngu færi. Stuttu síðar fékk Anthony Pilkington gott færi til að jafna leikinn en fór illa að ráði sínu. Leikurinn fjaraði út og Arsenal er nú með 22 stig í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.Staðan í ensku úrvalsdeildinni Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Enski boltinn Fleiri fréttir Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira
Robin van Persie var enn og aftur á skotskónum og skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Arsenal á Norwich í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Norwich komst reyndar yfir í upphafi leiksins með marki Steve Morison en Van Persie var fljótur að jafna eftir að Arsenal hafði sótt mikið í fyrri hálfleiknum. Hann tryggði sínum mönnum svo sigurinn með laglegri vippu í seinni hálfleik. Arsenal komst upp fyrir Liverpool með sigrinum í dag, um stundarsakir að minnsta kosti, en Norwich er í níunda sæti deildarinnar með þrettán stig. Arsenal er með 22 stig, rétt eins og Chelsea og Tottenham. Leikurinn byrjaði af miklum krafti og þá sérstaklega hjá sóknarmönnum Arsenal. Van Persie fékk færi eftir undirbúning Theo Walcott strax á annarri mínútu en skot hans var fram hjá. Stuttu síðar fékk hann annað færi, í þetta sinn eftir sendingu frá Andre Santos, en aftur hitti hann ekki markið. Russell Martin, varnarmaður Norwich, sýndi svo stórbrotin tilþrif þegar hann varði skot Walcott á línunni úr nánast vonlausri stöðu. Mark Norwich kom því algerlega gegn gangi leiksins og verður að skrifast á þýska varnarmanninn Per Mertesacker. Hann lét Steve Morison, sóknarmann Norwich, hirða boltann af sér á stórhættulegum stað og var eftirleikurinn auðveldur fyrir Morison. Á næstu mínútum lét Martin aftur til sín taka því hann varði aftur á marklínu í tvígang eftir að Norwich komst yfir. Fyrst frá van Persie og svo eftir skot Gervinho. En svo fór að ísinn brotnaði loksins undan sóknarþunga Arsenal. Van Persie skoraði sitt 30. deildarmark á árinu er hann potaði boltanum í markið af stuttu færi eftir sendingu Walcott frá hægri. Heimamenn reyndu að sækja eftir jöfnunarmarkið en allt kom fyrir ekki og var staðan jöfn í hálfleik, 1-1. Síðari hálfleikur var ekki jafn fjörlegur og sá fyrri en Arsenal hélt þó áfram að sækja. Það bar árangur á 58. mínútu og var markið sérlega glæsilegt. Van Persie fékk sendingu frá Song og náði að vippa yfir Ruddy í marki heimamanna úr þröngu færi. Stuttu síðar fékk Anthony Pilkington gott færi til að jafna leikinn en fór illa að ráði sínu. Leikurinn fjaraði út og Arsenal er nú með 22 stig í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.Staðan í ensku úrvalsdeildinni
Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Enski boltinn Fleiri fréttir Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira