Enski boltinn

McLeish vill að Bannan breyti um lífsstíl

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alex McLeish, stjóri Aston Villa, segir að Barry Bannan verði að breyta um lífsstíl ef ekki á illa að fara. Skotinn ungi var nýverið kærður fyrir ölvunarakstur.

Bannan var settur tímabundið úr leikmannahópi Aston Villa eftir að hann var handtekinn á sínum tíma en búist er við því að hann verði aftur í liðinu sem mætir Tottenham á mánudagskvöldið.

„Það mun enginn æsa sig yfir því að fá sér bjór af og til,“ sagði McLeish við enska fjölmiðla. „En tímasetningin verður að vera rétt og neyslan verður að vera hófleg.“

„Líkamsstarfssemin verður að vera í 100 prósent lagi, annars áttu ekki möguleika á að ná langt í ensku úrvalsdeildinni. Barry vaknaði upp við vondan draum og vonandi geta aðrir ungir leikmenn lært af þessu líka.“

„Ég hef rætt nokkrum sinnum við hann í einrúmi. Ég hef líka rætt við allan leikmannahópinn um málið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×