Innlent

Einn í haldi vegna skotárásar - tveimur skotum hleypt af

Frá Bryggjuhverfinu í gærkvöldi.
Frá Bryggjuhverfinu í gærkvöldi. Mynd / Egll
Einn maður er í haldi lögreglu vegna skotárásar í gærkvöldi og fleiri er leitað, en unnið hefur verið sleitulaust að rannsókn málsins síðan í gærkvöldi samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Talið er að tveimur skotum hafi verið hleypt af en engan sakaði. Árásarmennirnir voru grímuklæddir og skutu á bíl manns sem komst undan þeim.

Fjölmennt lið lögreglu hefur unnið að málinu og notið við það aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra.

Talið er að skotárásin tengist einhverskonar fíkniefnaviðskiptum. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.


Tengdar fréttir

Handtökur vegna skotárásar í Bryggjuhverfi

Lögreglan hefur handtekið menn í tengslum við skotárás í Bryggjuhverfinu í Reykjavík rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni slasaðist enginn í árásinni. Bifreið skotið var á skemmdist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×