Enski boltinn

Snodgrass tryggði Leeds góðan sigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Snodgrass hefur skorað fjögur mörk fyrir Leeds á tímabilinu.
Snodgrass hefur skorað fjögur mörk fyrir Leeds á tímabilinu.
Robert Snodgrass skoraði tvívegis á síðasta stundarfjórðungnum og tryggði þar með Leeds 2-1 sigur á Burnley í ensku B-deildinni í dag.

Jay Rodriguez hafði komið Burnley yfir strax á tíundu mínútu en Snodgrass jafnaði metin á 76. mínútu og skoraði svo sigurmarkið tólf mínútum síðar.

Þetta var annar sigur Leeds í röð og komst liðið þar með upp í fjórða sæti deildarinnar en liðið er nú með 28 stig. Fleiri lið eiga þó eftir að spila í dag og því óvíst að Leeds haldi sætinu lengi.

Burnley tapaði sínum þriðja leik í röð í dag og er liðið í átjánda sæti deildarinnar með átján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×