Enski boltinn

Van Persie: Hefðum getað skorað meira

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Van Persie fagnar öðru marka sinna í dag.
Van Persie fagnar öðru marka sinna í dag. Nordic Photos / Getty Images
Robin Van Persie sagði eftir sigur sinna manna í Arsenal á Norwich í dag að þeir hefðu jafnvel átt að skora meira en bara þessi tvö mörk.

Van Persie skoraði bæði mörk Arsenal í leiknum en þeir rauðklæddu fengu fullt af góðum færum, sérstaklega í fyrri hálfleik.

„Ég hef séð Norwich spila nokkrum sinnum á tímabilinu og það er alltaf erfitt að koma hingað á þennan heimavöll," sagði van Persie eftir leikinn í dag.

„En við gerðum okkur erfitt fyrir með því að nýta ekki færin okkar nógu vel. En við unnum á endanum og er það fyrir öllu."

Arsenal er nú með 22 stig, rétt eins og Chelsea og Tottenham, og er sem stendur í sjötta sæti deildarinnar. „Ég held að við getum verið nálægt toppliðunum í ár og er markmið okkar að vera í hópi fjögurra efstu liðanna. Þetta er maraþon en ég er sannfærður um að okkur takist það."


Tengdar fréttir

Van Persie hetjan í sigri Arsenal á Norwich

Robin van Persie var enn og aftur á skotskónum og skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Arsenal á Norwich í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×