Innlent

Hanna Birna: "Úr heitasta eldinum kemur sterkasta stálið“

Hanna Birna.
Hanna Birna.
Hanna Birna Kristjánsdóttir segist ætla að gefa kost á sér til þings nái hún kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Þetta sagði hún í framboðsræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins til formanns flokksins. Hún gagnrýndi einnig ríkisstjórnina harðlega fyrir að hafa reynt að velta skuldum einkafyrirtækis yfir á herðar almennings eins og í Icesave málinu.

Þá sagði hún að slík mál mættu aldrei verða ísskalt hagsmunamál, heldur væri þetta spurning um grundvallarsannfæringu.

Hanna Birna sagði ennfremur að það væri aldrei réttlætanlegt að einkavæða gróðann og ríkisvæða tapið. Hún þakkaði fyrir að þjóðin hefði hafnað Icesave samkomulaginu, og haft þar með vit fyrir stjórnmálamönnum landsins.

Þá sagðist Hanna Birna vilja lækka skatta auk þess sem hún efla lýðræðið og treysta almenningi betur frekar en stjórnsýslunni.

Hún gerði einnig fylgi flokksins að umtalsefni. Það hefur staðið í stað frá síðasta landsfundi samkvæmt Hönnu Birnu.

Hún sagði svo enga afsökun hjá núverandi ríkisstjórn að geta ekki gert betur vegna aðstæðna í samfélaginu.

„Úr heitasta eldinum kemur sterkasta stálið," sagði Hanna Birna meðal annars í ræðu sinni.

Nú mun Bjarni Benediktsson halda sína ræðu og má fylgjast með henni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×