Fótbolti

O'Shea missir af umspilsleiknum gegn Eistum

O´Shea verður ekki í írska búningnum eftir viku.
O´Shea verður ekki í írska búningnum eftir viku.
Varnarmaðurinn John O´Shea verður ekki með írska landsliðinu gegn Eistum í umspilinu um laust sæti á EM næsta sumar.

O´Shea meiddist í leik Sunderland og Aston Villa um næstu helgi og verður frá í það minnsta tvær vikur. Hann missir þar með einnig af leik Sunderland gegn hans gamla félagi, Man. Utd.

"Það er ekki möguleiki að hann spili um helgina og því miður missir hann væntanlega af leiknum gegn Eistum næsta föstudag," sagði Steve Bruce, stjóri Sunderland.

"John hefur verið mjög óheppinn síðan hann kom til okkar og hann mun missa af þessum tveim risaleikjum sem bíða hans. Það er afar miður fyrir hann."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×