Íslenski boltinn

Halldór og Ögmundur framlengdu við Fram

Halldór Hermann.
Halldór Hermann.
Fram tilkynnti í dag að markvörðurinn Ögmundur Kristinsson og miðjumaðurinn Halldór Hermann Jónsson hefðu báðir skrifað undir nýjan samning við félagið.

Ögmundur samdi til þriggja ára en Halldór Hermann til tveggja.

Halldór Hermann hefur verið lykilmaður í miðjuspili Fram síðustu ár og Framarar fagna því að njóta krafta hans áfram.

Ögmundur er einn efnilegasti markvörður landsins. Hann lék sitt fyrsta tímabil í efstu deild í sumar og stóð sig mjög vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×