Fótbolti

Enn lengist meiðslalisti Ajax

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Siem de Jong, leikmaður Ajax.
Siem de Jong, leikmaður Ajax. Nordic Photos / Getty Images
Siem de Jong og Theo Janssen, leikmenn hollenska úrvalsdeildarfélagsins Ajax, verða báðir frá vegna meiðsla næstu vikurnar.

Kolbeinn Sigþórsson er einnig á mála hjá félaginu og hann verður frá fram yfir áramót þar sem hann ökklabrotnaði í síðasta mánuði.

De Jong og Janssen meiddust báðir þegar að Ajax tapaði fyrir Utrecht um helgina í tíu marka leik en honum lauk með 6-4 sigri Utrecht.

De Jong er tognaður á læri og verður frá í 4-6 vikur. Janssen er meiddur í vöðva aftan á læri og verður frá í að minnsta kosti tvær vikur.

Auk Kolbeins voru þeir Nicolai Boilesen og Bruno Silva einnig á meiðslalista Ajax en liðinu hefur ekki gengið sérlega vel að undanförnu. Ajax er í fimmta sæti og er nú ellefu stigum á eftir toppliði AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×