Fótbolti

Olsen tekinn við landsliði Færeyja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lars Olsen er kominn til Færeyja.
Lars Olsen er kominn til Færeyja. Nordic Photos / Getty Images
Lars Olsen, sem var mikið orðaður við íslenska landsliðsþjálfarastarfið, hefur ráðið sig til Færeyja þar sem hann mun þjálfa landsliðið og starfa þar að auki náið með yngri landsliðum og þjálfurum liða í efstu deild þar í landi.

Olsen er fimmtugur og var áður landsliðsmaður í Danmörku. Hann var fyrirliði landslðsins þegar Danir urðu Evrópumeistarar árið 1992.

Hann hefur áður þjálfað Bröndby, Randers og OB á ferlinum en er nú þriðji Daninn sem tekur við landsliði Færeyja. Hinir voru Allan Simonsen og Henrik Larsen. Bretinn Brian Kerr var síðast þjálfari Færeyinga en hann hætti eftir tvö og hálft ár í starfi í síðasta mánuði.

Færeyska knattspyrnusambandið tilkynnti um ráðninguna í dag en formlega verður gengið frá henni á morgun.

Olsen mun hafa yfirumsjón með starfi yngri landsilða Færeyja og hafa þar að auki náið samstarf við þjálfara liða í efstu deild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×