Fótbolti

Loksins tapaði Levante á Spáni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Osasuna fagna í leiknum í dag.
Leikmenn Osasuna fagna í leiknum í dag. Nordic Photos / AFP
Spænska liðið Levante mistókst í dag að endurheimta toppsæti úrvalsdeildarinnar þar í landi en liðið tapaði í dag fyrir Osasona, 2-0. Þetta var fyrsta tap Levante á leiktíðinni.

Heimamenn skoruðu bæði mörkin á fjögurra mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiksins. Alvaro og Nino voru þar að verki.

Gengi Levante til þessa á leiktíðinni hefur verið lyginni lýkust en liðið vann sjö leiki í röð eftir að hafa gert jafntefli í fyrstu tveimur umferðunum. Liðið vann til að mynda Real Madrid, Malaga, Real Betis og Villarreal.

En í dag kom að því að liðið tapaði loks leik og mega leikmenn þess sætta sig við að detta niður í þriðja sætið, á eftir Real Madrid og Barcelona sem töpuðu bæði leikjum sínum í dag.

Real Madrid er með 25 stig, Barcelona 24 og Levante 23. Valencia er svo í fjórða sætinu með 21 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×