Fótbolti

Úrslitaleikurinn á HM Í Brasilíu 2014 verður í Río

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Maracana-leikvangurinn í Ríó.
Maracana-leikvangurinn í Ríó. Mynd/Nordic Photos/Getty
Brasilíumenn hafa gefið út dagskrá sína fyrir HM í fótbolta sem fer fram í hinni fótboltasjúku Brasilíu árið 2014. Heimsmeistarakeppnin hefst með opnunarleik 12. júní 2014 og lýkur með úrslitaleik 13. júlí.

Úrslitaleikurinn mun fara fram á Maracana-leikvanginum í Rio de Janeiro en opnunarleikurinn verður í Sao Paulo. Undanúrslitaleikirnir verða í Sao Paulo og Belo Horizonte en leikurinn um þriðja sætið fer fram í borginni Brasilia.

Leikirnir í riðlakeppninni á HM 2014 verða flestir klukkan fjögur, átta og tíu að íslenskum tíma en þegar kemur að útsláttarkeppninni mun leikirnir vera að hefjast klukkan fjögur og átta.

Brasilíumenn spila opnunarleikinn á hinum nýja 65 þúsund manna Itaquera-velli í Sao Paulo en það er enn verið að byggja hann eins og fleiri velli sem eiga að hýsa leiki á HM.

Tólf borgir munu fá leiki og liðin verða mikið á ferð á flugi milli leikstaða í Brasilíu en hafa ekki aðsetur í einum hluta landsins eins og oft áður.

Maracana-leikvangurinn í Rio de Janeiro mun fá alls sex leiki auk úrslitaleiksins en Brasilíumenn munu þó aðeins getað spila úrslitaleikinn á þessum sögufræga velli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×