Íslenski boltinn

Grindavík í viðræður við Guðjón Þórðarson

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson. Mynd/Daníel
Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur ákveðið að hefja formlegar viðræður við Guðjón Þórðarson um að taka að sér starf þjálfara meistaraflokks karla.

Þetta staðfesti Þorsteinn Gunnarsson, formaður deildarinar, í samtali við Vísi í morgun. Hann sagði að þetta hefði verið ákveðið á fundi stjórnar knattspyrnudeildar í gær.

Guðjón er nú staddur í Bandaríkjunum þar sem hann er í fríi og snýr hann aftur til landsins um mánaðamótin. Þorsteinn segir þó að Guðjón hafi tekið vel í að þjálfa liðið.

„Hann er opinn fyrir öllu og vonandi verður hægt að gera sem mest á næstu dögum og ganga svo formlega frá ráðningunni þegar hann kemur aftur heim - það er að segja ef samningar nást,“ sagði Þorsteinn.

Guðjón var síðast þjálfari BÍ/Bolungarvíkur í 1. deildinni en honum var sagt upp störfum hjá félaginu í síðustu viku. Hann er einn reyndasti þjálfari landsins og hefur þjálfað íslenska landsliðið og fjölmörg félagslið hér á landi, sem og á Englandi og í Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×