Íslenski boltinn

Matthías búinn að semja við Val

Framherjinn Matthías Guðmundsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt, Val.

Hinn 31 árs gamli Matthías hefur leikið með Val allan sinn feril nema fyrir utan tvö ár þegar hann var í herbúðum FH.

Matthías var ekkert sérstaklega bjartsýnn á að geta samið við Val  fyrir viku síðan en þá tjáði hann vefsíðunni fótbolti.net að hann væri til í að hlusta á tilboð annarra liða.

Valsmenn eru að endursemja við alla sína leikmenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×