Fótbolti

Flottur sigur hjá stelpunum okkar í Belfast

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er komið með 13 stig í sínum ríðli eftir flottan útisigur, 0-2, á Norður-Írum í Belfast í kvöld.

Hólmfríður Magnúsdóttir kom Íslandi yfir á 39. mínútu og Dagný Brynjarsdóttir bætti við marki tveim mínútum síðar. Þar við sat.

Ísland er með sín 13 stig eftir fimm leiki en Noregur er með 6 eftir þrjá leiki. Belgía kemur þar á eftir með 4 stig eftir þrjá leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×