Fótbolti

Henning Berg rekinn frá Íslendingaliðinu Lilleström

Henning Berg verður rekinn í dag sem þjálfari Lilleström
Henning Berg verður rekinn í dag sem þjálfari Lilleström lsk.no
Íslensku fótboltamennirnir, Stefán Logi Magnússon, Björn Bergmann Sigurðarson og Stefán Gíslason fá nýjan þjálfara á næstu dögum. Norskir fjölmiðlar greina frá því að Henning Berg verði rekinn í dag sem þjálfari Lilleström. Berg er einn þekktasti fótboltamaður Norðmanna enda var hann í Manchester United þegar liðið sigraði í Meistaradeild Evrópu árið 1999.

Gengi liðsins hefur ekki verið gott í haust. Lilleström hefur aðeins fengið 1 stig í átta síðustu leikjum. Berg hefur verið þjálfari Lilleström undanfarin þrjú ár. Besti árangur liðsins undir hans stjórn er 10. sætið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×