Fótbolti

Kerr að hætta sem landsliðsþjálfari Færeyja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Írinn Brian Kerr mun líklega hætta sem landliðsþjálfari Færeyja þegar að samningur hans rennur út í næsta mánuði.

Kerr hefur stýrt Færeyjum með þokkalegum árangri í undankeppni EM og vann liðið til að mynda eftirminnilegan sigur á Eistlandi, 2-0, í júní í sumar. Eistlendingar komust engu að síður áfram í umspil og mæta Írum í næsta mánuði.

Kerr hefur verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Norður-Írlands og af þeim ástæðum hafa viðræður um nýjan samning gengið illa.

Færeyska knattspyrnusambandið hefur gefið það út að samningar tókust ekki á milli aðila og þá hefur Kerr lýst yfir því opinberlega að hann hafi áhuga á starfinu í Norður-Írlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×