Fótbolti

Leikmaðurinn sem Rooney sparkaði niður skrifaði Platini bréf

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Svartfellingurinn Miodrag Dzudovic segir að Wayne Rooney hafi ekki átt skilið þriggja leikja bann fyrir að sparka sig niður í leik sinna manna gegn Englandi í undankeppni EM 2012 í síðasta mánuði.

Rooney fékk réttilega að líta rauða spjaldið fyrir brotið og þar sem aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu dæmdi að um ofbeldislega hegðun hefði verið að ræða var Rooney dæmdur í þriggja leikja bann.

Því er Dzudovic ósammála og hefur hann ritað Michel Platini, forseta UEFA, bréf til að tala mála Rooney. „Hann ætti ekki skilið að verða dæmdur í eins leiks bann,“ skrifaði Dzudovic og sagði að reiði hafi ekki legið þarna að baki, heldur örvænting.

„Hann þurfti að glíma við ýmis vandamál í fjölskyldu sinni skömmu fyrir leik. Strax eftir brotið gerði hann sér grein fyrir hvað hafði gerst og fann til sektarkenndar. Hegðun hans er gott dæmi um sanngirni og það er sjaldgæft þegar leikmaður gengur af velli og kennir engum um hvernig fyrir honum fór nema sjálfum sér.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×