Fótbolti

Silva sópaði fótunum undan Neymar

Það borgar sig ekki að vera með stæla við Thiago Silva. Það fékk undrabarnið Neymar að reyna á æfingu með brasilíska landsliðinu.

Neymar ætlaði að eitthvað að þenja sig við Silva sem hafði sparkað Neymar niður fyrr á æfingunni. Silva svaraði leiðindum Neymars með því að sópa undan honum fótunum svo hann steinlá.

Afar smekklega gert eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×