Íslenski boltinn

Zoran Daníel Ljubicic verður næsti þjálfari Keflavíkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zoran Daníel Ljubicic.
Zoran Daníel Ljubicic.
Zoran Daníel Ljubicic skrifaði í kvöld undir samning um að taka að sér þjálfun liðs Keflavíkur í Pepsi-deild karla en Zoran tekur við af Willum Þór Þórssyni sem hafði þjálfað Keflavíkurliðið í tvö ár. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Keflavík.

Þorsteinn Magnússon, formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur sagði að Zoran Daníel hafi verið fyrsti kostur í stöðunni en Zoran gerði tveggja ára samning.

Zoran Daníel hefur verið að þjálfa 2. flokkinn hjá Keflavík undanfarið en hann gerði 2. flokk Keflavíkur meðal annars að bikarmeisturum í sumar. Það er ekki enn ljóst hver verður aðstoðarmaður Zorans verður.

Gunnar Oddsson er að hugsa málið og hefur ekki enn gefið Keflvíkingum svar en það er búist við því að það komi á morgun.

Zoran Daníel Ljubicic er 47 ára gamall og kom upphaflega til HK frá Sarajevo í Bonsíu sumarið 1992. Ljubicic spilaði með Keflavíkurliðinu á árunum 1999 til 2004 og varð bikarmeistari með liðinu á síðasta árinu. Zoran hefur einnig spilað með ÍBV og Grindavík í efstu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×