Íslenski boltinn

Zoran Daníel: Vill sjá meiri sóknarbolta hjá Keflavíkurliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zoran Daníel Ljubicic er tekinn við sem þjálfari Pepsi-deildar liðs Keflavíkur en hann skrifaði undir tveggja ára samning í dag. Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 tók viðtal við hann eftir undirritunin samningsins.

„Það leggst mjög vel í mig að taka við Keflavíkurliðinu og þetta er spennandi kostur. Það eru spennandi strákar í þessu liði og marga þeirra er ég búinn að vera að vinna með síðan í fjórða flokk. Ég er mjög sáttur með að fá þetta tækifæri," sagði Zoran Daníel Ljubicic.

„Við ætlum að skoða betur leikstílinn og ég er á því að við getum gert betur en síðasta sumar. Ég vona að ég geti lagt meiri áherslu á sóknarboltann en það mun bara koma í ljós," sagði Zoran Daníel sem vill greinilega sjá meiri sóknarbolta hjá Keflavíkurliðinu en undir stjórn Willums Þórs Þórssonar.

„Í augnablikinu verður við að vera raunhæfir í markmiðssetningu. Við erum með tvær kynslóðir í þessu liði, unga og eldri leikmenn, og verðum að fara rólega í að setja stór markmið. Við verðum bara að byggja þetta upp í rólegheitum," sagði Zoran.

„Ég vona að ég geti haldið sem flestum leikmönnum. Ég er búinn að tala við marga leikmenn og þeir eru mjög jákvæðir. Ég held að ég geti haldið næstum því öllum," sagði Zoran Daníel en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×