Fótbolti

Venezúela vann óvæntan sigur á Argentínu

Leikmenn Venezuela fagna sigurmarki sínu í nótt.
Leikmenn Venezuela fagna sigurmarki sínu í nótt.
Lionel Messi og félagar í argentínska landsliðinu náðu ekki að fylgja eftir góðum sigri um helgina í nótt er Argentína tapaði gegn Venezúela, 1-0.

Óhætt er að segja að úrslitin hafi komið á óvart enda í fyrsta skipti sem Venezúela tekst að leggja Argentínu í nítján leikjum.

Úrúgvæ og Paragvæ gerðu 1-1 jafntefli þar sem diego Forlan skoraði mark Úrúgvæ.

Tveir aðrir leikir voru í Suður-Ameríkuriðlinum þar sem Síle lagði Perú, 4-2, og Kólumbía vann Bólivíu, 1-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×