Fótbolti

Enn eitt tapið hjá Klinsmann

Þó svo Jurgen Klinsmann sé að koma með ferska strauma inn í bandaríska landsliðið er það ekki enn farið að skila sér í leik liðsins. Bandaríkin töpuðu enn eina ferðina undir stjórn Klinsmann í nótt og að þessu sinni gegn Ekvador, 1-0. Bandaríkin hafa aðeins unnið einn leik af fimm undir stjórn Klinsmann.

Þjóðverjinn hefur litlar áhyggjur af stöðunni og segir að breytingarnar sem hann sé að gera muni skila sér til lengri tíma.

"Þessi vinna tekur tíma. Auðvitað bjóst maður við því að fá einhver högg. Maður verður að taka þeim," sagði Klinsmann.

Formaður bandaríska knattspyrnusambandsins er pollrólegur yfir stöðu mála og segist treysta Klinsmann fullkomlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×