Íslenski boltinn

Mikill áhugi erlendis á því að þjálfa Grindavík næsta sumar

Hans Steinar Bjarnason skrifar
Grindvíkingar fagna eftir að hafa bjargað Pepsi-deildar sæti sínu í lokaumferðinni.
Grindvíkingar fagna eftir að hafa bjargað Pepsi-deildar sæti sínu í lokaumferðinni. Mynd/Óskar Pétur Friðriksson
Mikill áhugi erlendis frá er á þjálfarastarfi karlaliðs Grindavíkur í fótbolta og hafa þegar nokkrar umsóknir borist að utan. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Grindavík er eina félagið í Pepsídeildinni sem er ekki með þjálfaramálin klár fyrir næstu leiktíð. ÍBV, Fylkir og Keflavík hafa gengið í gegnum þjálfaraskipti undanfarna daga.

Þorsteinn Gunnarsson formaður formaður knattspyrnudeildar sagði í samtali við íþróttadeild í dag að formlegar umsóknir um starfið hafi borist frá þjálfurum í Englandi, Skotlandi, Svíþjóð og Balkanskaganum.

Þá er Guðjón Þórðarson sagður hafa átt í óformlegum viðræðum við Grindvíkinga sem og Willum Þór Þórsson áður en hann samdi við Leikni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×