Enski boltinn

Ferguson segir stuðningsmönnum United að haga sér vel

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur brýnt fyrir stuðningsmönnum liðsins að þeir hagi sér almennilega á Anfield á morgun. Ferguson vill ekki heyra neina söngva um Hillsborough-slysið á leiknum.

"Fyrir mér er þetta leikur ársins í enska boltanum. Þessi félög þurfa á hvort öðru að halda. Þess vegna ber félögunum að bera virðingu fyrir hvort öðru. Einhver köll um Hillsborough munu ekki hjálpa neinum," sagði Ferguson.

"Það er ekkert því til fyrirstöðu að þetta verði frábær leikur. Leikir þessara liða eru alltaf áhugaverðir sama hversu mikil gæði eru í þeim hverju sinni. Það bíða allir spenntir."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×