Veigar Páll gæti fengið keppnisbann og krefst svara frá Stabæk Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 14. október 2011 17:15 Veigar Páll Gunnarsson hefur verið mikið í fréttum í Noregi að undanförnu eftir að sjónvarpsstöðin TV2 greindi frá vafasömum atriðum sem upp komu vegna félagaskipta Veigars frá Stabæk til Vålerenga. Veigar segir í viðtali við NRK að hann hafi ekki orðið var við að Stabæk hafi reynt að fela eitthvað í þeim viðskiptum. Norska knattspyrnusambandið mun rannsaka málið og gætu Stabæk, Vålerenga og Veigar Páll fengið harða refsingu sem fæli í sér keppnisbann. Í frétt TV2 kom fram að Rosenborg frá Þrándheimi hafi boðið 5 milljónir norskar kr. fyrir Veigar, eða rétt um 100 milljónir ísl. kr. Hann var síðan seldur fyrir 1 milljón nrk. til eða sem nemur 20 milljónum ísl. kr. Í frétt TV2 er talið að Stabæk hafi með þessum gjörningi sparað sér umtalsverðar fjárhæðir því franska félagið Nancy sem Veigar var samningsbundinn um tíma átti að fá 50% af þessari upphæð. Nancy fékk því aðeins um 10 milljónir kr. í stað 50. Þess má geta að franska liðið Nancy keypti Veigar Pál fyrir um 300 milljónir kr. en hann staldraði stutt við í Frakklandi og Stabæk keypti hann á ný fyrir mun lægri upphæð en þeir fengu fyrir framherjann. Það sem hefur vakið mesta athygli er að Vålerenga keypti upp samning 16 ára leikmanns Stabæk, Herman Stengel, fyrir um 80 milljónir kr. Þessi „flétta“ þykir mjög undarleg og hafa forsvarsmenn Stabæk og Vålerenga lítið viljað tjá sig um málið. Foreldrar Stengel vissu ekki af þessari sölu og samkvæmt reglum í Noregi er bannað að gera slíka samninga án vitundar og samþykkis foreldra. Þessi gjörningur gæti einnig haft áhrif á fjárhag íslenskra liða. Stjarnan sem uppeldisfélag Veigars gæti misst af tekjum vegna sölunnar. Almar Guðmundsson formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar segir að félagið gæti orðið af tekjum sem nema um 3 milljónum kr. Veigar segir í viðtalinu við NRK að hann hafi fyrst heyrt um þessa hluti þegar fréttin á TV2 fór í loftið. „Ég veit ekki hvað er satt í þessu máli. Ég hef ekki rætt við neinn hjá Stabæk eða Vålerenga um þetta,“ sagði Veigar en norska knattspyrnusambandið ætlar að skoða málið og í versta falli gæti Vålerenga ekki notað Veigar það sem eftir er keppnistímabilsins. „Ég hugsa ekki mikið um þetta, ég var keyptur af Vålerenga og hef í raun ekkert með þetta að gera. Það er bara ein spurning sem ég vil fá svar við. Ég vil fá að heyra hvað er satt í þessu máli, ég vil vita hvert kaupverðið er,“ sagði Veigar. Tengdar fréttir Stabæk sveik líka Stjörnuna og KR um milljónir í sölunni á Veigari Svindl Stabæk-manna í sölu félagsins á Veigari Páli Gunnarssyni til Vålerenga á dögunum mun ekki aðeins koma niður á franska félaginu Nancy því íslensk félög hafa einnig misst af milljónum vegna þessa. Stjarnan og KR eru meðal þeirra félaga sem Stabæk hefur svikið um háar fjárhæðir. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 13. október 2011 20:11 Stabæk sveik Nancy um 41 milljón í sölunni á Veigari Páli Norska sjónvarpsstöðin TV 2 greindi frá því í kvöld að Stabæk hafi svikið franska liðið Nancy um tvær milljónir norskra króna (41 milljón íslenskra króna) þegar félagið seldi íslenska framherjann Veigar Pál Gunnarsson til Vålerenga á dögunum. 12. október 2011 22:16 Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Sjá meira
Veigar Páll Gunnarsson hefur verið mikið í fréttum í Noregi að undanförnu eftir að sjónvarpsstöðin TV2 greindi frá vafasömum atriðum sem upp komu vegna félagaskipta Veigars frá Stabæk til Vålerenga. Veigar segir í viðtali við NRK að hann hafi ekki orðið var við að Stabæk hafi reynt að fela eitthvað í þeim viðskiptum. Norska knattspyrnusambandið mun rannsaka málið og gætu Stabæk, Vålerenga og Veigar Páll fengið harða refsingu sem fæli í sér keppnisbann. Í frétt TV2 kom fram að Rosenborg frá Þrándheimi hafi boðið 5 milljónir norskar kr. fyrir Veigar, eða rétt um 100 milljónir ísl. kr. Hann var síðan seldur fyrir 1 milljón nrk. til eða sem nemur 20 milljónum ísl. kr. Í frétt TV2 er talið að Stabæk hafi með þessum gjörningi sparað sér umtalsverðar fjárhæðir því franska félagið Nancy sem Veigar var samningsbundinn um tíma átti að fá 50% af þessari upphæð. Nancy fékk því aðeins um 10 milljónir kr. í stað 50. Þess má geta að franska liðið Nancy keypti Veigar Pál fyrir um 300 milljónir kr. en hann staldraði stutt við í Frakklandi og Stabæk keypti hann á ný fyrir mun lægri upphæð en þeir fengu fyrir framherjann. Það sem hefur vakið mesta athygli er að Vålerenga keypti upp samning 16 ára leikmanns Stabæk, Herman Stengel, fyrir um 80 milljónir kr. Þessi „flétta“ þykir mjög undarleg og hafa forsvarsmenn Stabæk og Vålerenga lítið viljað tjá sig um málið. Foreldrar Stengel vissu ekki af þessari sölu og samkvæmt reglum í Noregi er bannað að gera slíka samninga án vitundar og samþykkis foreldra. Þessi gjörningur gæti einnig haft áhrif á fjárhag íslenskra liða. Stjarnan sem uppeldisfélag Veigars gæti misst af tekjum vegna sölunnar. Almar Guðmundsson formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar segir að félagið gæti orðið af tekjum sem nema um 3 milljónum kr. Veigar segir í viðtalinu við NRK að hann hafi fyrst heyrt um þessa hluti þegar fréttin á TV2 fór í loftið. „Ég veit ekki hvað er satt í þessu máli. Ég hef ekki rætt við neinn hjá Stabæk eða Vålerenga um þetta,“ sagði Veigar en norska knattspyrnusambandið ætlar að skoða málið og í versta falli gæti Vålerenga ekki notað Veigar það sem eftir er keppnistímabilsins. „Ég hugsa ekki mikið um þetta, ég var keyptur af Vålerenga og hef í raun ekkert með þetta að gera. Það er bara ein spurning sem ég vil fá svar við. Ég vil fá að heyra hvað er satt í þessu máli, ég vil vita hvert kaupverðið er,“ sagði Veigar.
Tengdar fréttir Stabæk sveik líka Stjörnuna og KR um milljónir í sölunni á Veigari Svindl Stabæk-manna í sölu félagsins á Veigari Páli Gunnarssyni til Vålerenga á dögunum mun ekki aðeins koma niður á franska félaginu Nancy því íslensk félög hafa einnig misst af milljónum vegna þessa. Stjarnan og KR eru meðal þeirra félaga sem Stabæk hefur svikið um háar fjárhæðir. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 13. október 2011 20:11 Stabæk sveik Nancy um 41 milljón í sölunni á Veigari Páli Norska sjónvarpsstöðin TV 2 greindi frá því í kvöld að Stabæk hafi svikið franska liðið Nancy um tvær milljónir norskra króna (41 milljón íslenskra króna) þegar félagið seldi íslenska framherjann Veigar Pál Gunnarsson til Vålerenga á dögunum. 12. október 2011 22:16 Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Sjá meira
Stabæk sveik líka Stjörnuna og KR um milljónir í sölunni á Veigari Svindl Stabæk-manna í sölu félagsins á Veigari Páli Gunnarssyni til Vålerenga á dögunum mun ekki aðeins koma niður á franska félaginu Nancy því íslensk félög hafa einnig misst af milljónum vegna þessa. Stjarnan og KR eru meðal þeirra félaga sem Stabæk hefur svikið um háar fjárhæðir. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 13. október 2011 20:11
Stabæk sveik Nancy um 41 milljón í sölunni á Veigari Páli Norska sjónvarpsstöðin TV 2 greindi frá því í kvöld að Stabæk hafi svikið franska liðið Nancy um tvær milljónir norskra króna (41 milljón íslenskra króna) þegar félagið seldi íslenska framherjann Veigar Pál Gunnarsson til Vålerenga á dögunum. 12. október 2011 22:16