Enski boltinn

Giggs ætlar að tala við Ferguson um nýjan samning eftir jólatörnina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Giggs.
Ryan Giggs. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, er ekkert farinn að hugsa um það að leggja skóna á hilluna en hefur þess í stað sett stefnuna á því að gera nýjan eins árs samning í byrjun næsta árs.

Ryan Giggs er orðinn 37 ára gamall og hefur leikið með United-liðinu frá árinu 1991. Hann hefur orðið tólf sinnum Englandsmeistari á þessum tíma og er búinn að skora á öllum tímabilum síðan að enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar.

„Ég mun fá mér sæti á skrifstofu Sir Alex Ferguson eftir jólatörnina og við munum ræða um nýjan samning," sagði Ryan Giggs.

„Ferguson er einstakur persónuleiki og ég er í frábæru sambandi við hann. Sir Alex er alltaf fyrstur til mæta á morgnanna og hann er alltaf tilbúinn að hlusta," sagði Giggs.

„Ég hef rétt minnst á það við hann að gera nýjan samning því ég vil halda áfram að spila. Mér þykir ekki vænna um neitt annað en liðið mitt," sagði Giggs.

Ryan Giggs er þegar orðinn leikjahæsti leikmaður Manchester United, bæði í deildarleikjum (618) sem og í leikjum í öllum keppnum (884). Hann bætti met Bobby Charlton í báðum tilfellum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×