Fótbolti

Kári á skotskónum í skoska boltanum

Kári Árnason.
Kári Árnason.
Kári Árnason skoraði eitt marka Aberdeen sem lagði Dundee United, 3-1, í skoska boltanum í dag. Kári skoraði fyrsta mark leiksins með skoti af stuttu færi.

Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði Hearts og lék allan leikinn er Hearts vann góðan útisigur á Dunfermline, 0-2.

Guðlaugur Victor Pálsson var tekinn af velli í hálfleik er lið hans, Hibernian, tapaði á heimavelli gegn Motherwell, 0-1.

Stóru liðin Celtic og Rangers gerðu bæði jafntefli í sínum leikjum í dag.

Hearts er í fimmta sæti deildarinnar, Aberdeen því níunda og Hibs því tíunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×