Fótbolti

Jafnt hjá AZ og Ajax

Jóhann Berg.
Jóhann Berg.
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í hollenska liðinu AZ Alkmaar misstu niður góða stöðu í jafntefli er þeir heimsóttu Ajax í dag.

Brett Holman og Roy Beerens komu Alkmaar í 0-2 eftir aðeins 22 mínútna leik og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Miralem Sulejmani minnkaði muninn fyrir Ajax í upphafi síðari hálfleiks og Theo Janssen jafnaði leikinn átta mínútum fyrir leikslok. Það reyndist vera lokamark leiksins.

Jóhann Berg byrjaði á bekknum en kom af honum á 52. mínútu. Kolbeinn Sigþórsson er meiddur og lék því ekki með Ajax.

Alkmaar er frekar óvænt á toppi deildarinnar en Ajax er í fjórða sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×