Fótbolti

Eiður Smári meiddist í kvöld - óttast að hann sé brotinn

Eiður og markvörður Olympiakos eftir áreksturinn. Eiður var borinn af velli.
Eiður og markvörður Olympiakos eftir áreksturinn. Eiður var borinn af velli. mynd/aek365.gr
Eiður Smári Guðjohnsen varð fyrir meiðslum, hugsanlega alvarlegum, í stórslag nágrannaliðanna AEK Aþenu og Olympiakos í gríska boltanum í kvöld.

Eiður meiddist í lok fyrri hálfleiks og var borinn af velli. Óttast er að hann sé fótbrotinn. Nánari skoðanir munu leiða í ljós alvarleika meiðslanna.

Íslenski landsliðsmaðurinn lenti í samstuði við markvörð Olympiakos og lágu báðir aðilar óvígir eftir. Eiður fór þó verr út úr samskiptum þeirra.

Leiknum lyktaði annars með 1-1 jafntefli liðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×