Enski boltinn

Benitez um Everton-Liverpool: Þetta verður frábær derby-leikur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael Benitez.
Rafael Benitez. Mynd/AFP
Rafael Benitez, fyrrum stjóri Liverpool, er sannfærður um að Merseyside-slagur Everton og Liverpool á Goodison Park í dag verði frábær skemmtun þótt að mikill munur hafi verið á leikmannakaupum félaganna á þessu ári.

„Derby-leikur er derby-leikur. Það skiptir engu máli hvort að þú hafir eytt pening eða ekki. Ástríðan verður þarna í aðalhlutverki og ég tel að þetta verði frábær leikur," sagði Rafael Benitez við BBC.

Benitez segir að Liverpool-menn ættu að vera sáttir með byrjun tímabilsins. „Ég tel að þeir séu á góðri leið. Þeir hafa náð góðum úrslitum og heilt yfir er þetta búin að vera góð byrjun," sagði Benitez.

„Derby-leikir eru frábær skemmtun og stuðningsmenn liðanna munu þarna fá skýr skilaboð um hvort liðið þeirra sé í framför. Ég hafði mjög gaman að því að koma að derby-leikjum hér áður fyrr og ég mun njóta þess að horfa á þennan leik heim í sófa," sagði Benitez.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×