Enski boltinn

Kuyt, Suarez og Carroll allir í byrjunarliði Liverpool - Gerrard á bekknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dirk Kuyt fær tækifærið í dag.
Dirk Kuyt fær tækifærið í dag. Mynd/AP
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, og David Moyes, stjóri Everton, eru búnir að tilkynna byrjunarliðin sín fyrir baráttuna um Bítlaborgina á Goodison Park í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni en Everton og Liverpool mætast nú í 216. sinn.

Dalglish teflir fram þeim Andy Carroll og Luis Suarez saman í byrjunarliði Liverpool og þá kemur Dirk Kuyt inn fyrir Jordan Henderson. Steven Gerrard er áfram á bekknum eins og búist var við.

Moyes setur Louis Saha í byrjunarliðið sitt en Phil Neville er hinsvegar á bekknum. Tim Cahill er líka leikfær og í byrjunarliðinu hjá Everton.

Byrjunarliðin á Goodison Park:

Everton: Howard, Hibbert, Jagielka, Distin, Baines, Coleman, Fellaini, Rodwell, Osman, Cahill, Saha.

Varamenn: Mucha, Bilyaletdinov, Drenthe, Stracqualursi, Neville, Barkley, Vellios.

Liverpool: Reina, Kelly, Carragher, Skrtel, Jose Enrique, Kuyt, Lucas, Adam, Downing, Suarez, Carroll.

Varamenn: Doni, Gerrard, Henderson, Coates, Spearing, Flanagan, Bellamy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×