Fótbolti

Mourinho neitaði að svara spurningu á katalónsku

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, bað um að spurning sem hann fékk eftir 4-0 sigur sinna manna á Espanyol yrði borin aftur fram á viðeigandi tungumáli.

Spurningin var borin fram á katalónsku sem er tungumál Barcelona-búa og annarra í Katalóníuhéraði Spánar sem og víðar. Mourinho skilur það tungumál vel enda var hann á sínum tíma aðstoðarmaður Bobby Robson hjá Barcelona. Espanyol er sem kunnugt er „litla“ félagið í Barcelona.

En síðan þá hefur mikið breyst og heimsóknir Mourinho til Barcelona ekki verið afar vinsamlegar, hvort sem stjóri Chelsea, Inter eða Real Madrid.

Mourinho bað blaðamanninn um að bera spurninguna aftur fram en þá á spænsku. Málið vakti athygli í spænsku pressunni í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×