Fótbolti

Cristiano Ronaldo tæpur fyrir leikinn gegn Íslandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Cristiano Ronaldo gat ekki æft með portúgalska landsliðinu vegna meiðsla í mjöðm en læknir liðsins er þó vongóður um að hann nái leiknum gegn Íslandi á föstudagskvöldið.

Portúgal hefur ekki efni á að misstíga sig gegn Íslandi en liðið á í harðri barátti við Dani um toppsæti riðilsins í undankeppni EM 2012.

Ronaldo varð eftir á hóteli liðsins í dag vegna meiðslanna en læknir landsliðsins, Heinrique Jones, sagði að þau væru ekki alvarleg.

„Cristiano á í smá vandræðum hægra megin í mjöðminni en við höfum góða stjórn á þessu öllu saman,“ er haft eftir lækninum í spænska blaðinu Marca í dag. „Við ákváðum að leyfa honum að sleppa æfingunni í dag og hann mun æfa einn á morgun.“

„En við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur. Hann mun spila á föstudaginn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×