Enski boltinn

Leik hætt eftir skelfileg meiðsli tánings

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Markvörðurinn sem varð fyrir því óláni að rota samherja í gær.
Markvörðurinn sem varð fyrir því óláni að rota samherja í gær. Nordic Photos / Getty Images
Ákveðið var að blása leik Accrington Stanley og Tranmere í bikarkeppni neðrideildarliða á Englandi í gær eftir að táningurinn Tom Bender varð fyrir alvarlegum meiðslum.

Bender er átján ára varnarmaður Accrington Stanley og var óvart sleginn í rot af markverði liðsins sem var að reyna að hreinsa boltann úr teignum.

Bender missti meðvitund og var um tíma óttast að hann hefði hálsbrotnað. Atvikið gerðist á 37. mínútu og var ákveðið að blása leikinn af enda tók um 30 mínútur að sinna Bender inni á vellinum.

Leikmaðurinn ungi ætlaði að reyna að skalla háa fyrirgjöf úr eigin teig og var þar að auki í baráttu við sóknarmann Tranmere. Þá kom markvörðurinn, Ian Dunbavin, úr markinu og ætlaði að slá boltann frá með krepptum hnefanum. Bender stökk upp á sama tíma og varð fyrir hnefa Dunbavin.

Bender var svo fluttur á sjúkrahús þar sem kom í ljós að meiðsli hans voru ekki alvarleg. Honum var engu að síður haldið á sjúkrahúsinu um nóttina og fylgst með líðan hans.

Það er búist við því að Bender muni ná sér að fullu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×