Enski boltinn

Vidic gæti náð leiknum gegn Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Nemanja Vidic gæti náð leik Manchester United gegn Liverpool um þarnæstu helgi en hann hefur verið frá vegna meiðsla síðan í upphafi leiktíðarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Alex Ferguson, stjóri United, leyfði Vidic að gefa kost á sér í serbneska landsliðið sem leikur gegn Ítalíu á föstudaginn og Slóveníu á þriðjudaginn.

Vidic mun ekki spila gegn Ítalíu en eins og staðan er í dag er áætlað að hann spili leikinn gegn Slóveníu. Fjórum dögum síðar mun United mæta Liverpool á Anfield.

Vidic hefur verið að glíma við meiðsli í kálfa og hefur ekki spilað síðan í fyrstu umferð tímabilsins. Vörn United hefur ekki verið upp á sitt besta að undanförnu en liðið gerði til að mynda 3-3 jafntefli við svissneska liðið Basel í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×