Enski boltinn

Chicago Fire á höttunum eftir Ferdinand

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur bandaríska MLS-liðið Chicago Fire að fá Rio Ferdinand í sínar raðir þegar að samningur hans við Manchester United rennur út. Umboðsmaður kappans segir Ferdinand ekki hafa áhuga á að fara liðsins í sumar.

Samningur Ferdinand við United rennur út í lok tímabilsins en viðræður um nýjan samning hafa gengið hægt. Ferdinand hefur verið mikið frá vegna meiðsla undanfarin þrjú ár og óvíst hvort hann eigi sér framtíð á Old Trafford.

„Við höfum ekki rætt um neitt annað en framtíð Rio hjá Manchester United. Hann vill hvergi annars staðar vera,“ sagði umboðsmaðurinn við enska fjölmiðla í dag.

Samkvæmt Daily Mail er Chicago Fire reiðubúið að greiða Ferdinand jafn há laun og hann þiggur nú hjá United, um 120 þúsund pund á viku.

Ferdinand var ekki valinn í enska landsliðið á dögunum en hann hefur komið við sögu í sex leikjum með United á tímabilinu til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×