Enski boltinn

John Terry: Wayne ætlar ekki að láta handtöku pabba síns trufla sig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney og Scott Parker.
Wayne Rooney og Scott Parker. Mynd/Nordic Photos/Getty
John Terry, fyrirliði enska landsliðsins, segir að Wayne Rooney ætli ekki að láta það trufla sig í leiknum á móti Svartfjallandi á morgun að faðir hans hafi verið handtekinn grunaður um að vera einn af þeim sem skipulögðu veðmálasvindl í kringum leik Motherwell og Hearts í skosku úrvalsdeildinni.

„Wayne er einbeittur á leikinn og við áttum okkur allir á því hversu mikilvægt það er fyrir okkar lið. Það er líka mikilvægt fyrir hann að fara út og spila sinn fótbolta sem er eitthvað sem hann elskar að gera," sagði John Terry.

„Wayne verður alltaf með fulla einbeitingu inn á vellinum og það er bara þannig að þú getur oft lokað á vandamálin þín í einkalífinu þegar þú ert kominn inn á fótboltavöllinn," sagði John Terry.

Enska landsliðinu vantar bara eitt stig til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM en liðið hefur sex stiga forskot á Svartfellinga sem eru í 2. sæti G-riðilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×