Pearce: Aldrei auðvelt að vinna 3-0 sigur á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2011 22:24 Stuart Pearce. Mynd/Nordic Photos/Getty Stuart Pearce, þjálfari enska 21 árs landsliðsins var ánægður með 3-0 sigur sinna manna á Laugardalsvellinum í kvöld. Pearce er með frábært lið í höndunum sem hafði ekki mikið fyrir sigrinum í kvöld. „Það er aldrei neitt auðvelt í fótbolta. Ég er ánægður með úrslitin en við þurftum að vinna vel fyrir þeim. Ég er viss um að þjálfari íslenska liðsins sé svekktur með tvö markanna sem voru auðveld mörk. Ef þau hefðu ekki fallið fyrir okkur þá hefði þetta verið mjög spennandi leikur," sagði Stuart Pearce. „Við erum ánægðir með úrslitin því það er erfitt að komast upp úr þessum riðli. Íslenska liðið gafst aldrei upp og það er hægt að hrósa þeim fyrir það. Ég sagði við strákana mína í hádeginu í dag að íslenska liðið væri lið sem gæfi allt sitt í leikina. Við vorum kannski heppnir með að (Guðlaugur Victor) Pálsson og (Björn Bergmann) Sigurðsson voru ekki með í kvöld en við vorum samt í svipaðri stöðu," sagði Stuart Pearce en hann var án United-leikmannanna Danny Welbeck og Phil Jones. Arsenal-maðurinn Alex Oxlade-Chamberlain átti hinsvegar frábæran leik og skoraði öll þrjú mörkin í leiknum. „Alex var frábær í kvöld, ekki bara vegna markanna sinni heldur hvernig hann spilaði fyrir liðið. Hann er mjög efnilegur leikmaður sem hefur vaxið mikið síðan að við vorum með hann í hópnum okkar í vor sem er mjög ánægjulegt," sagði Pearce. „Það er mitt starf að hugsa um alla þessa stráka eins vel og ég get og sjá til þess að þeir vaxi og dafni. Þið afsakið þótt að ég missi mig ekki yfir frammistöðu Alex í kvöld en það er ykkar starf. Mitt starf er að sjá til þess að styðja við bakið á hanum í gegnum bæði góðu og slæmu stundirnar. Þetta var mjög gott kvöld fyrir hann," sagði Pearce. „Við vorum kannski of öryggir með okkur síðustu tuttugu mínúturnar í fyrri hálfleik en strákarnir brugðust vel við því sem ég benti þeim á í hálfleiknum. Þeir komu með meiri eldmóð inn í seinni háflleikinn og pressuðu íslenska liðið," sagði Pearce. „Þetta var mjög gott kvöld því það er aldrei auðvelt að vinna 3-0 sigur á Íslandi. Ég er mjög ánægður með leikinn," sagði Pearce. Fótbolti Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Stuart Pearce, þjálfari enska 21 árs landsliðsins var ánægður með 3-0 sigur sinna manna á Laugardalsvellinum í kvöld. Pearce er með frábært lið í höndunum sem hafði ekki mikið fyrir sigrinum í kvöld. „Það er aldrei neitt auðvelt í fótbolta. Ég er ánægður með úrslitin en við þurftum að vinna vel fyrir þeim. Ég er viss um að þjálfari íslenska liðsins sé svekktur með tvö markanna sem voru auðveld mörk. Ef þau hefðu ekki fallið fyrir okkur þá hefði þetta verið mjög spennandi leikur," sagði Stuart Pearce. „Við erum ánægðir með úrslitin því það er erfitt að komast upp úr þessum riðli. Íslenska liðið gafst aldrei upp og það er hægt að hrósa þeim fyrir það. Ég sagði við strákana mína í hádeginu í dag að íslenska liðið væri lið sem gæfi allt sitt í leikina. Við vorum kannski heppnir með að (Guðlaugur Victor) Pálsson og (Björn Bergmann) Sigurðsson voru ekki með í kvöld en við vorum samt í svipaðri stöðu," sagði Stuart Pearce en hann var án United-leikmannanna Danny Welbeck og Phil Jones. Arsenal-maðurinn Alex Oxlade-Chamberlain átti hinsvegar frábæran leik og skoraði öll þrjú mörkin í leiknum. „Alex var frábær í kvöld, ekki bara vegna markanna sinni heldur hvernig hann spilaði fyrir liðið. Hann er mjög efnilegur leikmaður sem hefur vaxið mikið síðan að við vorum með hann í hópnum okkar í vor sem er mjög ánægjulegt," sagði Pearce. „Það er mitt starf að hugsa um alla þessa stráka eins vel og ég get og sjá til þess að þeir vaxi og dafni. Þið afsakið þótt að ég missi mig ekki yfir frammistöðu Alex í kvöld en það er ykkar starf. Mitt starf er að sjá til þess að styðja við bakið á hanum í gegnum bæði góðu og slæmu stundirnar. Þetta var mjög gott kvöld fyrir hann," sagði Pearce. „Við vorum kannski of öryggir með okkur síðustu tuttugu mínúturnar í fyrri hálfleik en strákarnir brugðust vel við því sem ég benti þeim á í hálfleiknum. Þeir komu með meiri eldmóð inn í seinni háflleikinn og pressuðu íslenska liðið," sagði Pearce. „Þetta var mjög gott kvöld því það er aldrei auðvelt að vinna 3-0 sigur á Íslandi. Ég er mjög ánægður með leikinn," sagði Pearce.
Fótbolti Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira