Þjálfarinn misskildi reglurnar og spilaði upp á jafntefli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2011 23:30 Pitso Mosimane, landsliðsþjálfari Suður-Afríku. Nordic Photos / Getty Images Ein stærsta frétt helgarinnar er misskiliningur landsliðsþjálfara Suður-Afríku í knattspyrnu sem hélt að jafntefli myndi duga liðinu til að komast í Afríkueppnina á næsta ári. Undankeppninni lauk um helgina og gerði Suður-Afríka jafntefli við Sierra Leone á laugardaginn. Pitso Mosimane, þjálfari Suður-Afríku, hélt að jafntefli myndi duga en það reyndist ekki rétt. Leikmenn og stuðningsmenn fögnuðu vel og innilega eftir leikinn áður en þeim var svo kippt niður á jörðina með þeim fréttum að þeir væru úr leik - Níger hefði komist áfram. Suður-Afríka, Níger og Sierra Leone enduðu öll með níu stig í riðlinum. Pitso hélt að heildamarkatala myndi ráða niðurröðun liða í riðlinum ef lið væru jöfn að stigum en það reyndist rangt. Hið rétta er að árangur í innbyrðisviðureignum skiptir máli og þar stóð Níger best að vígi. „Þetta er mjög dapurlegt fyrir Suður-Afríku því landið á skilið að komast áfram í úrslitakeppnina," sagði þjálfarinn eftir leik. „Mér líður eins og mér hafi mistekist." Pitso misskildi einfaldlega reglurnar. „Heldurðu að ég hafi skilið (sóknarmanninn) Majoro eftir á bekknum ef ég hefði vitað að við þyrftum að skora?" „Afríka er frumskógur, vinur minn," bætti hann við. „Fyrirkomulagið á undankeppnunum í Evrópu og Suður-Ameríku er miklu betra og þar fer allt eðlilega fram. En það er mjög erfitt að spila í Afríku." Foráðamenn knattspyrnusambands Suður-Afríku hafa nú áfrýjað þessu máli til Knattspyrnusambands Afríku og neita að viðurkenna þá túlkun á reglum undankeppninnar sem dæmdi þá úr leik um helgina.Pitso Mosimane Fótbolti Tengdar fréttir Suður-Afríkumönnum kippt á jörðina í miðjum fagnaðarlátum Undankeppni Afríkukeppninnar í knattspyrnu lauk í flestum riðlum í dag og varð mikill ruglingur í einum þeirra til þess að bæði leikmenn og stuðningsmenn Suður-Afríku fögnuðu sæti í aðalkeppninni, þó svo að þeir komust ekki áfram upp úr riðlinum. 8. október 2011 17:36 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjá meira
Ein stærsta frétt helgarinnar er misskiliningur landsliðsþjálfara Suður-Afríku í knattspyrnu sem hélt að jafntefli myndi duga liðinu til að komast í Afríkueppnina á næsta ári. Undankeppninni lauk um helgina og gerði Suður-Afríka jafntefli við Sierra Leone á laugardaginn. Pitso Mosimane, þjálfari Suður-Afríku, hélt að jafntefli myndi duga en það reyndist ekki rétt. Leikmenn og stuðningsmenn fögnuðu vel og innilega eftir leikinn áður en þeim var svo kippt niður á jörðina með þeim fréttum að þeir væru úr leik - Níger hefði komist áfram. Suður-Afríka, Níger og Sierra Leone enduðu öll með níu stig í riðlinum. Pitso hélt að heildamarkatala myndi ráða niðurröðun liða í riðlinum ef lið væru jöfn að stigum en það reyndist rangt. Hið rétta er að árangur í innbyrðisviðureignum skiptir máli og þar stóð Níger best að vígi. „Þetta er mjög dapurlegt fyrir Suður-Afríku því landið á skilið að komast áfram í úrslitakeppnina," sagði þjálfarinn eftir leik. „Mér líður eins og mér hafi mistekist." Pitso misskildi einfaldlega reglurnar. „Heldurðu að ég hafi skilið (sóknarmanninn) Majoro eftir á bekknum ef ég hefði vitað að við þyrftum að skora?" „Afríka er frumskógur, vinur minn," bætti hann við. „Fyrirkomulagið á undankeppnunum í Evrópu og Suður-Ameríku er miklu betra og þar fer allt eðlilega fram. En það er mjög erfitt að spila í Afríku." Foráðamenn knattspyrnusambands Suður-Afríku hafa nú áfrýjað þessu máli til Knattspyrnusambands Afríku og neita að viðurkenna þá túlkun á reglum undankeppninnar sem dæmdi þá úr leik um helgina.Pitso Mosimane
Fótbolti Tengdar fréttir Suður-Afríkumönnum kippt á jörðina í miðjum fagnaðarlátum Undankeppni Afríkukeppninnar í knattspyrnu lauk í flestum riðlum í dag og varð mikill ruglingur í einum þeirra til þess að bæði leikmenn og stuðningsmenn Suður-Afríku fögnuðu sæti í aðalkeppninni, þó svo að þeir komust ekki áfram upp úr riðlinum. 8. október 2011 17:36 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjá meira
Suður-Afríkumönnum kippt á jörðina í miðjum fagnaðarlátum Undankeppni Afríkukeppninnar í knattspyrnu lauk í flestum riðlum í dag og varð mikill ruglingur í einum þeirra til þess að bæði leikmenn og stuðningsmenn Suður-Afríku fögnuðu sæti í aðalkeppninni, þó svo að þeir komust ekki áfram upp úr riðlinum. 8. október 2011 17:36
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti