Enski boltinn

Cech fékk smá heilahristing en er í lagi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hugað að Cech í gær.
Hugað að Cech í gær.
Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, segir að það sé í góðu lagi með markvörðinn Petr Cech en hann var fluttur á sjúkrahús í leikhléi leiks Chelsea og Fulham i gær með höfuðmeiðsli.

Eins og kunngt er höfuðkúpubrotnaði Cech á sínum tíma og hefur þurft að spila með höfuðvörn síðan. Mörgum brá svo er hann fékk léttan heilahristing i gær.

"Hann fór í skoðun á spítalanum og það er í góðu lagi með hann. Hann var aðeins ringlaður og við vildum ekki taka neinar áhættur. Þess vegna var hann sendur upp á spítala," sagði Villas-Boas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×