Innlent

Efast um skatta á laun bankastarfsmanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Pétur Blöndal segir að skattur á laun sé ekki sérstaklega sniðugur.
Pétur Blöndal segir að skattur á laun sé ekki sérstaklega sniðugur. Mynd/ GVA.
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur efasemdir um að rétt sé að hækka skatta á laun bankastarfsmanna. Í fjármálaráðuneytinu er um þessar mundir verið að ræða að leggja sérstakan 10,5% skatti ofan á launakostnað banka og tryggingafyrirtækja, eftir því sem Viðskiptablaðið greinir frá.

Pétur segir að það stingi í augun að sjá að verið sé að ræða skatt á laun því nú þegar sé lagt tryggingagjald á laun og svo sé lagður tekjuskattur á þau. „Ég hef gagnrýnt tryggingagjaldið mjög mikið af því að það er skattlagning á atvinnu," segir Pétur. Það muni þýða að bankastarfsmenn verði dýrari og þá komi upp ríkari krafa hjá stjórnendum fyrirtækja um að fækka starfsmönnum. 

„Og ég veit ekki hvort það er einhver sérstakur tilgangur í því að fækka bankastarfsmönnum," segir Pétur og spyr hvort það sé gæfulegt í núverandi stöðu að auka á atvinnuleysið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×