Fótbolti

Allt er fertugum fært í Finnlandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Finninn Jari Litmanen getur ennþá skorað glæsimörk. Litmanen, sem varð fertugur í febrúar, kom HJK Helsinki á bragðið með frábæru marki í úrslitum finnska bikarsins um helgina. HJK vann 2-1 sigur á KuPS í framlengdum bikarúrslitaleik.

Litmanen kom víða við á löngum ferli. Hann varð Evrópumeistari með Ajax árið 1995 og spilaði þar til ársins 1999 þegar hann gekk til liðs við Barcelona. Þaðan lá leiðin til Liverpool þar sem lítil not voru fyrir Finnann.

Frá árinu 2008 hefur hann spilað heima í Finnlandi. Fyrst með liði Lahti, þar sem hann skoraði meðal annars þetta glæsilega mark, en síðan í apríl hefur hann spilað með HJK.

Lengi lifir í gömlum glæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×