Enski boltinn

Milner: Ekkert vesen á Balotelli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Milner fagnar með Balotelli um helgina.
Milner fagnar með Balotelli um helgina.
James Milner segir að liðsfélagi sinn hjá Man. City, Mario Balotelli, hafi verið til sóma í vetur þó svo Ítalinn ungi hafi mátt þola ansi mikla bekkjarsetu það sem af er tímabili.

Balotelli hefur ekki enn verið í byrjunarliðinu á þessu tímabili en kom af bekknum um helgina og skoraði laglegt mark. Hann gæti fengið tækifærið gegn Bayern Munchen í Meistaradeildinni.

"Það er enginn ánægður að þurfa að vera á bekknum. Það hefur samt ekki sést á Mario. Hann leggur sig hart fram á hverri æfingu. Hann hefur verið til fyrirmyndar það sem af er," sagði Milner en margir stuðningsmenn City segja að Balotelli sé bilaður.

"Það er nokkuð nærri lagi. Engu að síður er hann gæðaleikmaður. Hann er mikill karakter og mikilvægur hluti af okkar liði."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×