Enski boltinn

Annar sigur Norwich í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Nýliðarnir í Norwich eru komnir á fína siglingu í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-1 sigur á Sunderland í lokaleik sjöttu umferðarinnar í kvöld.

Sigurinn var verðskuldaður en þeir Leon Barnett og Steve Morison skoruðu mörk þeirra gulklæddu í dag. Barnett skoraði af stuttu færi á 30. mínútu og Morison með öflugum skalla í upphafi síðari hálfleiks.

Gestirnir frá Sunderland áttu lítið í leiknum lengst af en minnkuðu þó muninn þegar að Kieran Richardson skoraði með laglegu skoti nokkrum mínútum fyrir leikslok.

Þeir reyndu svo hvað þeir gátu til að jafna metin á lokamínútunum en vörn Norwich hélt og fögnuðu heimamenn því góðum sigri.

Sunderland vann í síðustu umferð góðan 4-0 sigur á Stoke en náði ekki að fylgja honum eftir í dag. Var það fyrsti sigur liðsins á tímabilinu en liðið er í fjórtánda sæti með fimm stig.

Norwich hoppaði upp í níunda sætið og er nú með átta stig.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×