Enski boltinn

Adebayor spilaði seinni hálfleikinn blindur á öðru auga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emmanuel Adebayor missti sjónina á vinstra auganu.
Emmanuel Adebayor missti sjónina á vinstra auganu. Mynd/Nordic Photos/Getty
Emmanuel Adebayor hefur byrjað vel með Tottenham liðinu en hann lenti í erfiðleikum í seinni hálfleiknum á móti Wigan um síðustu helgi. Adebayor fékk þá högg á höfuðið og missti sjónina á öðru auganum.

„Ég gat ekki séð boltann og ég sá ekki mótherjana," sagði Emmanuel Adebayor í viðtalið Independent. Hann var samt ekkert að biðja Harry Redknapp um skiptingu og kláraði því allar 90 mínúturnar.

Adebayor fór á kostum í fyrri hálfleiknum og lagði þá upp bæði mörkin fyrir þá Raphael van der Vaart og Gareth Bale. Tottenham vann leikinn á endanum 2-1.

„Það er allt í lagi að vera bara með eitt auga í lagi þegar þú ferð heim með þrjú stig. Ég átti frábæran fyrri hálfleik en því miður var seinni hálfleikurinn erfiður enda var ég bara með eitt auga í lagi," sagði Tógómaðurinn.

Adebayor á að ná fullum bata og getur eflaust varla beðið eftir því að fá að mæta sínum gömlu félögum í Arsenal í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×