Fótbolti

Austurríkismenn vilja ekki Lagerback - ætla að ráða Christoph Daum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lars Lagerback.
Lars Lagerback. Mynd/Nordic Photos/Getty
Lars Lagerback verður ekki næsti þjálfari austurríska landsliðsins en það kemur fram í austurrískum fjölmiðlum að austurríska knattspyrnusambandið ætli ekki að ráða fyrrum þjálfara sænska landsliðsins sem var orðaður við starfið í gær.

Austurrísi vefmiðilinn oe24.at segir frá því í dag að það austurríska sambandið ætli að ráða Þjóðverjann Christoph Daum í starfið en Leo Windtner, forseti sambandins, hefur verið í viðræðum við Franco Foda, Andreas Herzog, Christoph Daum, Paul Gludovatz og Lars Lagerback undanfarna daga.

Lagerback hefur einnig verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Íslands og samkvæmt þessum fréttum er þessi 63 ára gamali Svíi enn að leita sér að starfi.

Christoph Daum er 57 ára Þjóðverji sem þjálfaði meðal annars Eyjólf Sverrisson hjá bæði Stuttgart og Besiktas. Hann þjálfaði síðast Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×