Fótbolti

Ef þú heitir Michael Laudrup þá bjóðast þér störf út um allan heim

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Laudrup.
Michael Laudrup. Mynd/Nordic Photos/Getty
Michael Laudrup verður væntanlega ekki atvinnulaus lengi en hann hætti sem þjálfari  Mallorca í byrjun vikunnar eftir ósætti við stjórnarmenn félagsins. Laudrup hefur staldrað stuttu við í síðustu þjálfarastólum sínum hjá Getafe, Spartak Moskvu og Mallorca.

"Það streyma inn tilboð og Michael Laudrup hefur úr nóg af tilboðum af velja. Ég hef aldrei þurft að ýta að honum starfi og geri það heldur ekki núna. Hann er stórt nafn í fótboltaheiminum og það hefur ekkert breyst," sagði Bayram Tutumlu, umboðsmaður Michael Laudrup við veffréttamiðilinn sporten.dk.

"Ef þú heitir Michael Laudrup þá bjóðast þér störf út um allan heim en það eru vissulega nokkrir staðir sem hann vill ekki fara til. Við munum finna út úr þessu og það verður alltaf starf í boði fyrir Michael Laudrup enda er hann risanafn á Spáni," sagði Bayram Tutumlu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×