Enski boltinn

Gerrard dauðþreyttur eftir fyrstu æfingarnar með Liverpool-liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard á æfingu með Liverpool í vikunni.
Steven Gerrard á æfingu með Liverpool í vikunni. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það styttist óðum í endurkomu Steven Gerrard í Liverpool en fyrirliðinn er farinn að æfa á fullu með félögum sínum. Gerrard er alveg útkeyrður eftir fyrstu æfingarnar og mun ekki spila með Liverpool um helgina en liðið mætir þá Stoke City á útivelli.

Steven Gerrard meiddist á nára í mars og spilaði ekki meira á því tímabili. Hann missti síðan alveg af undirbúningstímabilinu og hefur ekkert verið með í fyrstu þremur deildarleikjum liðsins.

„Ég er búinn að vera að æfa að fullu undanfarna daga," sagði Steven Gerrard í viðtali á heimasíðu Liverpool.

„Það var smá sjokk fyrir skrokkinn að byrja að æfa aftur þrátt fyrir að hafa verið á fullu í endurhæfingu undanfarnar þrjár til fjórar vikur," sagði Gerrard.

„Nú er ég aftur farinn að æfa með strákunum og það hefur reynt mikið á mig. Ég hef átt í vandræðum undanfarna daga og er rosalega þreyttur núna. Ég get samt ekki beðið eftir að fara að hjálpa liðinu á næstu vikum," sagði Gerrard.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×