Enski boltinn

Dalglish: Allar stóru ákvarðanirnar hafa fallið á móti okkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suarez heimtar hér hendi á Matthew Upson í leiknum í dag.
Luis Suarez heimtar hér hendi á Matthew Upson í leiknum í dag. Mynd/AP
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, var allt annað en ánægður með ákvarðanir dómarans eftir 1-0 tap á móti Stoke í ensku úrvalsdeildinni í dag. Stoke skoraði sigurmark sitt úr víti en Liverpool fékk síðan ekki augljósa vítaspyrnu þegar Matthew Upson handlék boltann í vítateignum.

„Það hafa verið stórar og umdeildar ákvarðanir hjá dómurunum í öllum leikjum okkar á þessu tímabili og þær hafa allar fallið á móti okkur," sagði Kenny Dalglish sár í leikslok.

„Ég er að gera mitt besta í því að bera virðingu fyrir dómaranum en nú þarf ég að tala við eigendurnar og ákveða með þeim hvað er best fyrir mig að gera í þessu," sagði Dalglish.

Liverpool-liðið tapaði þarna sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni en liðið hafði náð í sjö stig út úr fyrstu þremur leikjunum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×